Yfirburðarsigur UMFN gegn Haukum
Njarðvíkingar héldu áfram góðu gengi sínu í Bónus deild karla í körfubolta en leikið var í Icemar höllinni í kvöld. Heimamenn unnu öruggan sigur á lærisveinum Friðriks Inga Rúnarssonar í Haukum 103-81.
Liðin skiptust á stigaskori í upphafi leiks en Njarðvík náði góðri forystu í fyrsta leikhluta með frábærum varnarleik á meðan Haukarnir áttu erfitt með að stöðva sóknarþunga Njarðvíkur. Njarðvíkingar voru komnir með 29 stiga forskot í fyrri hálfleik 61:32. Heimamenn höfðu yfirhöndina allan tímann í leiknum og Haukamenn sáu aldrei til sólar.
Allir leikmenn Njarðvíkur áttu góðan leik en Dwayne Lautier var yfirburðarmaður á vellinum og endaði leikinn með 33 stig á aðeins 20 mínútum.
Njarðvík: Dwayne Lautier 33 stig/2 fráköst/4 stoðsendingar, Evans Ganapano 17 stig/1 frákast, Veigar Páll 14 stig/10 fráköst/1 stoðsending, Dominykas Milka 10 stig/9 fráköst/2 stoðsendingar, Patrik Birmingham 8 stig/1 frákast, Isaiah Coddon 6 stig/1 frákast/1 stoðsending, Khalil Shabazz 5 stig/1 frákast/4 stoðsendingar, Mario Matasovic 4 stig/9 fráköst/2 stoðsendingar, Brynjar Kári 4 stig/2 fráköst, Sigurbergur Ísaksson 2 stig, Guðmundur Aron 2 fráköst, Snjólfur Marel 2 fráköst, 2 stoðsendingar.