Ungir og efnilegir motocross-ökumenn í æfingabúðum á Spáni
Sjö efnilegir íslenskir motocross-ökumenn dvelja nú á Spáni í æfingabúðum á vegum Yamaha bLU cRU þar sem þeir fá tækifæri til að æfa við kjöraðstæður og bæta tæknina. Þjálfari þeirra er hinn þekkti og reynslumikli Brian Jörgensen sem á að baki glæsilegan feril í motocross-heiminum og miðlar nú af reynslu sinni til næstu kynslóðar.
Jörgensen, sem hefur keppt á hæsta stigi í motocross og þykir einn virtasti þjálfari Norðurlanda, segir íslensku krakkana hafa sýnt ótrúlegar framfarir á stuttum tíma.
„Þetta eru einstaklega metnaðarfullir ökumenn sem leggja allt sitt í verkið. Þeir eru að tileinka sér háþróaða tækni og sýna miklar framfarir í aksturs stíl, hraða og tækni á hjólinu. Það er virkilega spennandi að sjá hversu hratt þau eru að þróast,“ segir Jörgensen.
Æfingabúðirnar eru mikilvægur liður í undirbúningi barnanna fyrir komandi keppnistímabil, þar sem þau stefna á að taka þátt í ýmsum mótum bæði á Íslandi og erlendis. Spænskar aðstæður með hlýju loftslagi og fjölbreyttum brautum veita þeim einstakt tækifæri til að æfa undir krefjandi skilyrðum sem ekki eru alltaf í boði heima á Íslandi.
Yamaha leggur mikla áherslu á að styðja við unga og efnilega ökumenn og bjóða þeim upp á bestu mögulegu aðstæður til vaxtar og framfara. Börnin fá ekki aðeins tæknilega þjálfun heldur einnig fræðslu um mikilvægi líkamsræktar, réttrar næringar og andlegrar seiglu, sem skiptir lykilmáli í keppnisíþróttum á borð við motocross.
Foreldrar og stuðningsmenn fylgjast stoltir með árangri barnanna sem stefna hátt í motocross-heiminum. Ef fram heldur sem horfir má búast við að sjá þessa unga og efnilegu ökumenn keppa á alþjóðlegum mótum í framtíðinni – og hver veit nema næsti heimsmeistari í motocross verði frá Íslandi.
YAMAHA bLUE cRU heldur þannig áfram að skapa sterkan grunn fyrir framtíðarmenn motocross-íþróttarinnar, með leiðbeinendum á borð við Brian Jörgensen sem tryggja að hæfileikar fái að njóta sín til fulls.
