Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Fréttir

Fullur skilningur á erfiðri stöðu lóðahafa í Grindavík
Föstudagur 28. febrúar 2025 kl. 06:58

Fullur skilningur á erfiðri stöðu lóðahafa í Grindavík

Fyrirspurn um skipulagsmál varðandi Fálkahlíð 4 og 6 í Grindavík var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Lagt fram bréf frá Lögbók sf. fyrir hönd Lagnaþjónustu Þorsteins, dagsett 20. desember 2024.

Bæjarstjórn Grindavíkur lagið fram bókun en þar segir:

„Fullur skilningur er á því, af hálfu Grindavíkurbæjar, að lóðahafi sé í mjög erfiðri stöðu og að þörf sé á skýrum svörum um hvort honum verði yfirleitt heimilt að ljúka húsbyggingu á umræddum lóðum að Fálkahlíð 4 og 6.

Bæjarstjórn telur ekki mögulegt að taka endanlegar ákvarðanir um nýtingu eða mögulegt bann við nýtingu einstakra byggingarlóða fyrr en niðurstaða bráðabirgðahættumats og hættukort fyrir bæinn liggur fyrir.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að vinna við gerð hættumats hefjist sem fyrst og liggi fyrir eins fljótt og mögulegt er. Óhjákvæmilegt er þó að verkefnið muni taka nokkurn tíma.“