Tólf hundruð börn á Nettómótinu um helgina
Nettómótið fer fram í Reykjanesbæ um helgina þar sem tæplega 1.200 börn munu keppa í körfubolta. Leikið verður í IceMar-höllinni, Ljónagryfjunni, Akurskóla, Blue-höllinni, Heiðarskóla og úti í Garði.
Nóg við að vera í 88-húsinu og hoppukastalar í Reykjaneshöll og þá munu mótsgestir setja skemmtilegan svip á Vatnaveröld alla helgina. Það verður svo stuð þegar Frikki Dór mætir á kvöldvökuna og tryllir gengið.
Mótið hefst á morgun og fyrstu lið mæta til gistingar seinnipartinn í dag.