Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Íþróttir

Grindvíkingar höfðu betur gegn Keflavík
Grindvíkingar voru sterkari og héldu aftur af sóknarleik Keflvíkinga. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 28. febrúar 2025 kl. 22:58

Grindvíkingar höfðu betur gegn Keflavík

Grindavík vann góðan sigur á Keflavík í Bónusdeild karla í körfuknattleik þegar liðin áttust við í Smáranum í kvöld. 

Heimamenn sýndu sínar bestu hliðar og höfðu undirtökin nánast allan leikinn þótt gestirnir hafi aldrei hleypt þeim of langt frá sér, Grindavík náði mest sextán stiga forskoti (69:53) en Keflavík komst einungis tveggja stiga forystu (39:41).

Grindavík er í sjötta sæti deildarinnar með tíu sigra eftir nítján umferðir en Keflavík er í því áttunda með átta sigra eins og ÍR og KR sem eiga bæði leik til góða.

Grindavík - Keflavík 101:91

(28:22, 31:28, 18:20, 24:21)

Grindavík: Deandre Donte Kane 27/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jeremy Raymon Pargo 25/5 fráköst/9 stoðsendingar, Lagio Grantsaan 22/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 9, Bragi Guðmundsson 8, Daniel Mortensen 5/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 5, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Valur Orri Valsson 0.
Keflavík: Remu Emil Raitanen 19/7 fráköst, Ty-Shon Alexander 19/11 fráköst, Callum Reese Lawson 16/4 fráköst, Nigel Pruitt 15/6 fráköst, Jaka Brodnik 11, Hilmar Pétursson 8, Igor Maric 3/5 fráköst, Frosti Sigurðsson 0, Finnbogi Páll Benónýsson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Nikola Orelj 0, Einar Örvar Gíslason 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Smáranum og tók meðfylgjandi myndir.

Grindavík - Keflavík (101-91) | Bónusdeild karla 28. febrúar 2025