Ungmenni vikunnar: Alltaf tilbúin í að prófa eitthvað nýtt
UNGMENNI VIKUNNAR
Nafn: Guðlaug Emma Erlingsdóttir
Aldur: Sextán
Bekkur og skóli: FS
Áhugamál: Fimleikar og dans
Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst hárgreiðsla skemmtilegasta fagið.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Örugglega Guðjón því hann er svo góður að syngja.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ég er ekki með neina það gerist eiginlega ekkert spennandi í skólanum hahaha
Hver er fyndnastur í skólanum? Ég myndi örugglega segja Emelia Rós.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Iris með Goo Goo Dolls.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt er uppáhalds hjá mér.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Það þarf að vera 500 days of summer.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, nammi og koddann minn.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er alltaf tilbúin í að prófa eitthvað nýtt.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi velja teleportation, það væri ógeðslega gaman að ferðast um heiminn bara hvenær sem ég vil.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Bara ef þau eru skemmtileg og gaman að tala við.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að verða hárgreiðslukona.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi fimleika og dans.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Kaótísk.