Mikil sjávarflóð í Suðurnesjabæ
Mikil sjávarflóð urðu á morgunflóðinu í Suðurnesjabæ. Sjór hefur flætt langt upp á land með ströndinni frá Stafnesi og inn fyrir Garðskaga.
Ljósmyndari Víkurfrétta tók þessar myndir nú fyrir hádegið en þess bera að geta að flóðið var um kl. 7 í morgun. Síðdegisflóðið er svo kl. 19 í kvöld og þá má búast við að flæði aftur á þessum slóðum.