Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Fréttir

Lýsa áhyggjum vegna öryggismála gangandi og akandi vegfarenda í Sandgerði
Sunnudagur 2. mars 2025 kl. 06:34

Lýsa áhyggjum vegna öryggismála gangandi og akandi vegfarenda í Sandgerði

B-listi Framsóknar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu öryggismála gangandi og akandi vegfarenda við gangbrautina sem liggur yfir Sandgerðisveg í átt að Sandgerðisskóla. Þetta kemur fram í bókun Framsóknar en mál er varðar umferðaröryggi gangandi og akandi við Sandgerðisveg var tekið á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs Suðurnesjabæjar.

Í bókuninni segir einnig: „Um er að ræða ein mestu eknu gatnamót sveitarfélagsins, þar sem gangbraut liggur yfir stofnveg (vegnúmer 429). Með tilkomu nýs íbúðarhverfis í Skerjahverfi hefur umferð um gatnamótin aukist til muna, og telur B-listi Framsóknar því mikilvægt að setja aukinn kraft í þau samtöl og vinnu sem snúa að gerð hringtorgs við Byggðaveg, við innkomu í byggðarkjarnann Sandgerði í Suðurnesjabæ. Með því yrði hægt að ná niður umferðarhraða og auka umferðaröryggi á gatnamótunum Byggðavegs, Sandgerðisvegar og Skerjahverfis.

Einnig telur B-listi mikilvægt að bláhattalýsing verði sett upp hið fyrsta við gangbrautina til að auka sýnileika gangandi vegfarenda.“