Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Fréttir

Sjór flæddi yfir varnargarða í Höfnum og inn í hús
Smáfiskar máttu síns lítið í óveðrinu í nótt. VF/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. mars 2025 kl. 14:51

Sjór flæddi yfir varnargarða í Höfnum og inn í hús

Sjór og aur flæddi inn í húsnæði eldisfyrirtækisins Benchmark sem er við gömlu bryggjuna í Höfnum á Reykjanesi. Bílskúrshurð sem snýr í vestur gaf sig í mikilli ágjöfinni en öldurnar náðu langt upp á land í hvössum vindi úr suðvestri í gærkvöldi og fram undir morgun. Mikil ölduhæð var og stórstreymt og varnargarðarnir gáfu sig að hluta.

Starfsmenn fyrirtækisins komu í morgun og hófu hreinsunarstörf og gengu þau vel. Að þeirra sögn var talsvert vatn um alla byggingu ásamt aur og grjóti. Hurðin gaf sig til hálfs og sjórinn átti greiða leið inn. Hurðin er um 50-60 metra frá varnargarðinum og það er því ljóst að mikið hefur gengið á. Stórgrýti lyftist úr varnargarðinum í öllum látunum og endaði á bryggjunni. Safngámar færðust til og opnuðust. Ljósleiðari sem verið hefur lagður í rör hafði dregist út að sögn íbúa í Höfnum. Þegar tíðindamaður Víkurfrétta var á ferðinni fyrir hádegi mátti sjá gröfu að störfum í stórgrýtinu á sjávarsíðunni vestast í byggðinni í Höfnum.

Ölduspár gera ráð fyrir mikill ölduhæð suður og vestur af landinu fram á mánudag.

Sjá fleiri myndir hér að neðan.

Óveður í Höfnum