Getur gosið með stuttum fyrirvara
Aflögunarmælingar sýna að landris við Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða og síðustu vikur. Magn kviku undir Svartsengi er nú meira en það sem var áætlað fyrir eldgosið sem hófst 20. nóvember. Enn er talið að auknar líkur séu á kvikuhlaupi og eldgosi, og allt bendir til þess að það geti orðið innan næstu daga eða vikna, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Reikna þarf með mjög stuttum fyrirvara um eldgos, en í síðustu tveimur eldgosum liðu rétt um 30–40 mínútur frá því að fyrstu merki um skjálftahrinu sáust þangað til eldgos hófst.