Rætur
Rætur

Íþróttir

Afhroð Keflvíkinga í Skagafirðinum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 7. mars 2025 kl. 02:56

Afhroð Keflvíkinga í Skagafirðinum

Keflvíkingum varð heldur betur ekki kápan úr því klæðinu þegar þeir mættu á Sauðárkrók í kvöld og mættu Tindastólsmönnum, stórtap varð niðurstaðan, 116-77.

Tónninn var settur strax í upphafsleikhlutanum, Tindastóll vann hann 32-9! Eftir þessa athyglisverðu byrjun var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda, munurinn jókst um 12 stig í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik því 62-27! Ekki oft sem hægt er að lesa 62 stig, jafnvel sjaldgæfara að lesa 27 stig á hinum enda töflunnar.

Líklega er best að vera ekki að reyna að týna fram bestu leikmenn Keflavíkur í þessum leik.

Tindastóll-Keflavík 116-77 (32-9, 30-18, 27-27, 27-23)

Keflavík: Remu Emil Raitanen 18, Jaka Brodnik 18/4 fráköst, Callum Reese Lawson 10, Nigel Pruitt 9/5 fráköst, Hilmar Pétursson 7, Einar Örvar Gíslason 4, Ty-Shon Alexander 4, Sigurður Pétursson 3, Jakob Máni Magnússon 2, Igor Maric 2, Nikola Orelj 0, Jökull Ólafsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Rúnar Lárusson

Tindastóll: Dimitrios Agravanis 23/9 fráköst, Giannis Agravanis 19/7 fráköst, Davis Geks 17, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Sadio Doucoure 10/6 fráköst, Dedrick Deon Basile 9/5 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 7, Ragnar Ágústsson 7, Adomas Drungilas 5/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3/6 stoðsendingar, Axel Arnarsson 2, Sigurður Stefán Jónsson 0.
Áhorfendur: 300