Fjölmennur fyrsti fundur Járngerðar, hollvinasamstaka uppbyggingar og framtíðar Grindavíkur
Grindvíkingar fjölmenntu í Gjánna í morgun en þá fór fram fyrsti fundur Hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur. Nokkrir aðilar fóru með framsögu og var almennt mjög gott hljóð í fundargestum að loknum fundinum.
Fyrsta stjórn Þórkötlu er skipuð eftirtöldum:
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður
Guðfinna Magnúsdóttir
Valgerður Ágústsdóttir
Karitas Una Daníelsdóttir
Erla Hjördís Ólafsdóttir.
Það var Atli Geir Júlíusson sem stýrði fundinum og þessir aðilar fóru með framsögu:
Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Sólveig Þorvaldsdóttir, doktor í jarðskjálftaverkfræði og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins.
Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi.
Erindin voru mjög fróðleg og voru fundargestir sammála um að fasteignafélagið Þórkatla haldi utan um lyklavöldin í Grindavík. Í máli Péturs Pálssonar kom fram að hann átti fund með framkvæmdastjóra Þórkötlu, Erni Viðari Skúlasyni, og lagði til að Grindvíkingum verði gefinn kostur á að gista á gamla heimilinu sínu og máta sig við nýjan veruleika og þetta verði til prufu í sumar, eftir það geti Grindvíkingurinn tekið ákvörðun um framtíð sína og þá verði vonandi í boði að gera leigusamning við Þórkötlu.
Gagnlegar samræður áttu sér stað að fundi loknum og var gott hljóð í Grindvíkingum.
Björns Haraldssonar eða Bangsa í Bárunni, var minnst en hann var byrjaður að leggja drög að stofnun Járngerðar en varð bráðkvaddur stuttu síðar. Útför hans fer fram föstudaginn 14. mars.








