RNB atvinna
RNB atvinna

Fréttir

Fjölmennur fyrsti fundur Járngerðar, hollvinasamstaka uppbyggingar og framtíðar Grindavíkur
Gjáin var þétt setin á fyrsta fundi Járngerðar.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 8. mars 2025 kl. 14:19

Fjölmennur fyrsti fundur Járngerðar, hollvinasamstaka uppbyggingar og framtíðar Grindavíkur

Grindvíkingar fjölmenntu í Gjánna í morgun en þá fór fram fyrsti fundur Hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur. Nokkrir aðilar fóru með framsögu og var almennt mjög gott hljóð í fundargestum að loknum fundinum.

Fyrsta stjórn Þórkötlu er skipuð eftirtöldum:

Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður

Guðfinna Magnúsdóttir

Valgerður Ágústsdóttir

Karitas Una Daníelsdóttir

Erla Hjördís Ólafsdóttir.

Það var Atli Geir Júlíusson sem stýrði fundinum og þessir aðilar fóru með framsögu:

Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

Sólveig Þorvaldsdóttir, doktor í jarðskjálftaverkfræði og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins.

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi.

Erindin voru mjög fróðleg og voru fundargestir sammála um að fasteignafélagið Þórkatla haldi utan um lyklavöldin í Grindavík. Í máli Péturs Pálssonar kom fram að hann átti fund með framkvæmdastjóra Þórkötlu, Erni Viðari Skúlasyni, og lagði til að Grindvíkingum verði gefinn kostur á að gista á gamla heimilinu sínu og máta sig við nýjan veruleika og þetta verði til prufu í sumar, eftir það geti Grindvíkingurinn tekið ákvörðun um framtíð sína og þá verði vonandi í boði að gera leigusamning við Þórkötlu.

Gagnlegar samræður áttu sér stað að fundi loknum og var gott hljóð í Grindvíkingum.

Björns Haraldssonar eða Bangsa í Bárunni, var minnst en hann var byrjaður að leggja drög að stofnun Járngerðar en varð bráðkvaddur stuttu síðar. Útför hans fer fram föstudaginn 14. mars.

Þétt setinn bekkurinn í Gjánni.

Fundarstjórinn Atli Geir Júlíusson.

Frá vinstri, Karitas Una Daníelsdóttir, Valgerður Ágústsdóttir, Guðfinna Magnúsdóttir og Erla Hjördís Ólafsdóttir.

Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar.

Viðar Halldórsson.

Sólveig Þorvaldsdóttir.

Pétur Pálsson.
Vilhjálmur Árnason.
Bangsi var byrjaður að leggja drög að stofnun Járngerðar.