Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið
Mynd af gígnum sem tekin var um hádegi í dag og sýnir enga virkni í gígnum. (Mynd: Björn Oddsson/Almannavarnir Ríkislögreglustjóra)
Mánudagur 9. desember 2024 kl. 14:44

Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Eldgosinu austur af Stóra-Skógfell er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar Almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og var engin virkni sjáanleg. Síðast sást glóð í gígnum á vefmyndavélum að morgni 8. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Eldgosið hófst að kvöldi 20. nóvember og stóð yfir í 18 daga og var annað stærsta gosið að flatarmáli á Sundhnúksgígaröðinni af þeim sjö sem hafa orðið frá desember 2023.

Eins og áður var greint frá hefur landris hafist að nýju og haldið áfram síðustu daga. Þetta bendir til þess að kvikusöfnun undir Svartsengissvæðinu sé hafið á ný.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024