Appelsínugul viðvörun og foktjón líklegt
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun sem gildir fyrir landið allt vegna veðurs. Viðvörunin fyrir Faxaflóa gildir frá miðvikudeginum 5. febrúar kl. 14 tgil kl. 02 aðfaranótt fimmtudagsins 6. febrúar.
Sunnan og suðvestan stormur eða rok.
Sunnan og suðvestan 23-30 m/s og hviður yfir 35 m/s, en heldur hægari um tíma um kvöldið. Rigning, talsverð um tíma.
Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum.
Sjá nánar veðurvefinn gottvedur.is