VF Krossmói
VF Krossmói

Fréttir

Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkar um tvo
Föstudagur 14. mars 2025 kl. 06:00

Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkar um tvo

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða 26. febrúar tillögu fulltrúa D, O og S-lista um að leggja til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að leggja hið fyrsta fyrir bæjarstjórn tillögur að endurskoðun á samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar. Jafnframt að í 1. grein um skipan bæjarstjórnar verði fjölda fulltrúa í bæjarstjórn fækkað úr níu í sjö. Framangreind breyting taki gildi við sveitarstjórnarkosningar vorið 2026.

Málið var tekið til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Þar var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa D, O og S lista. Bæjarfulltrúar B-lista og Magnús Sigfús Magnússon bæjarfulltrúi greiddu atkvæði á móti.

VF Krossmói
VF Krossmói