Ef það gýs þá er líklegast að gerist á næstu fjórum dögum
Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands greinir frá því í færslu á Facebook í gær að uppsafnað rúmmál kviku í grunnstæðu kvikugeymslunni undir Svartsengi sé nú um 22 milljón rúmmetra. Þá vantar eina milljón rúmmetra upp á magnið sem safnaðist fyrir síðasta gos.
Í dag, fimmtudag, eru 112 dagar liðnir frá því að síðasta gos á Sundhnúkagosreininni hófst. Þetta er lengri tími en hefur liðið á milli gosa hingað til.
„Samkvæmt gögnum frá Veðurstofunni þá er magnið sem safnast hefur fyrir í grunnstæðu kvikugeymslunni undir Svartsengi (dýpi = ~5 km) orðið svipað og það var fyrir síðustu gos. Innflæðið inn í kvikugeymsluna undir Svartsengi, er nú um 2.3 rúmmetrar á sekúndu, sem er talsvert lægra en það var í aðdraganda síðustu gosa,“ segir í færslunni.
Að öllu óbreyttu ætti því marki að bæta milljón rúmmetrum af kviku í hólfið að vera náð eftir ~4 daga. Þannig að, ef til gos kemur, þá er líklegast að það gerist á næstu fjórum dögum, en möguleikin að gosupphaf dragist frekar er alltaf fyrir hendi segir í færslunni sem sjá má hér að neðan.