RNB ráðhús
RNB ráðhús

Fréttir

Kanna hug Grindvíkinga á fimm mínútum
Fimmtudagur 13. mars 2025 kl. 11:31

Kanna hug Grindvíkinga á fimm mínútum

Það er yfirlýst markmið Þórkötlu að vinna markvisst að enduruppbyggingu Grindavíkur um leið og aðstæður leyfa. Félagið lætur nú gera þjónustukönnun á meðal Grindvíkinga. Með úrvinnslu þeirra svara sem berast vonast Þórkatla til að geta unnið betur að úrræðum sem tryggja endurkomu sem flestra Grindvíkinga.

Nú í marsmánuði framkvæmir Þórkatla þjónustukönnun meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa átt í viðskiptum við félagið frá stofnun þess. Ein fyrirspurn er send á hvert heimili og reiknar Þórkatla með að svarið sé sameiginlegt fyrir viðkomandi fjölskyldu.

Þórkatla hvetur Grindvíkinga til að taka þátt í könnuninni en markmiðið er að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar búsetuáforma og ánægju með þjónustu Þórkötlu við viðskiptavini. Á vef Þórkötlu kemur fram að könnunin taki um fimm mínútur.