Skelfur við Reykjanestá
Í dag, 12. mars. kl. 14:30 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanestá. Hátt í 60 skjálftar hafa mælst og virknin heldur áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands.
Líklega eru fjórir skjálftar um og yfir 3 að stærð, sá stærsti um 3,5. Unnið er að nánari yfirferð og gætu þessar stærðir breyst.
Ekki hafa borist tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist í byggð.
Síðast var jarðskjálfthrina úti fyrir Reykjanestá í lok desember 2024 þegar skjálftar af svipaðri stærð mældust. Þá var skjálftavirknin staðsett nærri Eldey um 10 km SV af Reykjanestá, þar sem virknin er núna.
Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna. Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin.
Jarðaskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár. Sólarhringsvakt VÍ heldur áfram að vakta svæðið vel.