VF Krossmói
VF Krossmói

Fréttir

Heimildir innviðaráðherra vegna Grindavíkur að falla úr gildi
Frá bæjarstjórnarfundi í Grindavík í upphafi síðasta árs.
Föstudagur 14. mars 2025 kl. 07:07

Heimildir innviðaráðherra vegna Grindavíkur að falla úr gildi

Bæjarráð Grindavíkur telur mikilvægt að heimildir sem innviðaráðherra veitti til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins verði áfram í gildi þar til náttúruhamförum lýkur og felur bæjarstjóra að tryggja að svo verði gert. Heimildirnar eru í gildi til 15. mars næstkomandi

Meginregla verður þó áfram að fundir bæjarstjórnar og fastanefnda verði haldnir í Grindavík, eins og verið hefur undanfarna mánuði.

VF Krossmói
VF Krossmói

Í auglýsingu innviðaráðherra, sem fellur úr gildi á laugardaginn, er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar heimilað að taka ákvarðanir sem fela í sér eftirfarandi frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga og samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins:

1. Að fundir bæjarstjórnar verði haldnir á öðrum stað en mælt er fyrir í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins og að fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda verði haldnir fyrir utan sveitarfélagið.

2. Að nefndarmenn taki þátt í fundum sveitarfélagsins með rafrænum hætti þrátt fyrir að vera ekki staddir í sveitarfélaginu eða í erindagjörðum innan lands á vegum þess.