Hönnun og handverk á jólamarkaði í Víkingaheimum
Jólamarkaður verður um komandi helgi, 7. til 8. desember, í Víkingaheimum í Innri-Njarðvík. Jólamarkaðurinn býður upp á fjölbreytta, fallega hönnun og handverk, sem er fullkomið fyrir jólagjafirnar í ár.
Kaffihúsið í Víkingaheimum verður opið með nýbakaðar piparkökur og jólaglögg til að halda á þér hita.
Jólamarkaðurinn er opinn bæði laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 16 báða dagana.