Grindavík gaf eftir í lokin
Njarðvík vann sigur á Grindavík í gær í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn var sá fimmti í röð sem Grindavík tapar og eru þær gulklæddu meðal neðstu liða í deildinni á meðan Njarðvík er í efsta sæti sem stendur.
Grindavík - Njarðvík 60:66
(8:23, 18:11, 18:6, 16:26)
Heimakonur í Grindavík fóru illa af stað en unnu sig inn í leikinn eftir því sem á leið og náðu að komast yfir í þriðja leikhluta með þristum frá Ragnheiði Björk Einarsdóttur og Sóllilju Bjarnadóttur sem breytti stöðunni úr 36:39 í 42:39.
Njarðvík, sem hafði byrjað leikinn mun betur, var í því hlutverki að elta í fjórða leikhluta. Grindvíkingar komust í átta stiga forystu (56:48) en þá tóku Njarðvíkingar sig til í andlitinu og með þristum frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost minnkaði munurinn hratt.
Njarðvík jafnaði í 58:58 þegar um tvær og hálf mínúta voru til loka fjórða leikhluta. Gestirnir sigu svo fram úr Grindvíkingum og héldu forystu til leiksloka (60:66).
Grindavík: Alexis Morris 25/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Isabella Ósk Sigurðardóttir 12/10 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 7, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 5/4 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 5, Þórey Tea Þorleifsdóttir 4, Sofie Tryggedsson Preetzmann 2/6 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Katarzyna Anna Trzeciak 0/5 stoðsendingar.
Njarðvík: Brittany Dinkins 29/10 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 13/12 fráköst/5 stolnir, Ena Viso 7, Bo Guttormsdóttir-Frost 6/6 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 4/4 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Ásta María Arnardóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0.