Lionsmenn hefja sölu á jólahappdrættismiðum og veita styrki
Formleg sala á jólahappdrættismiðum Lionsklúbbs Njarðvíkur hófst sunnudaginn 1. desember í Nettó Krossmóa. Af því tilefni voru veittir styrkir úr verkefna- og líknarsjóði klúbbsins.
Í ár fengu m.a. Velferðarsjóður Suðurnesja, Líknarsjóður Njarðvíkursóknar, Lindin Akurskóla, Öspin Njarðvíkurskóla, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Ungmennafélag Njarðvíkur, ásamt því að styrkir eru veittir til einstaklinga. Lionsfélagar munu standa vaktina fyrir framan Nettó fram að Þorláksmessu og getur fólk nálgast miða þar.