Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinna við Suðurnesjalínu 2 gengur vel
Fimmtudagur 12. desember 2024 kl. 15:40

Vinna við Suðurnesjalínu 2 gengur vel

Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 ganga vel og er tæplega helmingi af vinnu við slóðagerð, jarðvinnu og undirstöður lokið. Tveir verktakar koma að jarðvinnu, en Grafa og grjót ehf. sjá um slóðagerð og að koma fyrir forsteyptum undirstöðum og stagfestum og Stéttafélagið sem er að hefja vinnu við staðsteyptar undirstöður einpóla mastra í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

  • Fyrstu möstur eru komin í skip frá Spáni og eru væntanleg til landsins fyrir jól. 
  • Leiðarar voru keyptir frá Indlandi og  komu þeir til landsins í október.
  • Næsta vor er gert ráð fyrir að reising mastra hefjist.

Af leyfismálum er það að frétta að í gær kvað héraðsdómur Reykjaness upp úrskurð í máli Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina vegna framkvæmdaleyfis Voga. Kröfum beggja samtaka um ógildingu framkvæmdaleyfisins var vísað frá dómi og þeim gert að greiða málskostnað. Eftir standa kröfur fimm landeiganda af tæplega 150 um ógildingu framkvæmdaleyfisins og er búist við að aðalmeðferð fari fram um miðjan febrúar á næsta ári. Einnig er gert ráð fyrir að aðalmeðferð í máli sömu landeigenda til ógildingar á heimild til eignarnáms fari fram í héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vonir standa til að hægt verði að koma línunni í rekstur seinnihluta 2025.