Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sanngjarn sigur Keflavíkur
Sara Rún Hinriksdóttir átti flottan leik með 25 stig, fimm fráköst, sjö stoðsendingar og fimm stolna bolta. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 12. desember 2024 kl. 09:44

Sanngjarn sigur Keflavíkur

Jasmine Dickey fór á kostum í gær þegar Keflavík vann öruggan sigur á Stjörnunni í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik og þá voru Sara Rún Hinriksdóttir og Thelma Rún Ágústsdóttir ekki síðri í leiknum.

Haukar er eftsta lið deildarinnar með átta sigra en Keflavík og Njarðvík koma þar á eftir með sjö sigra hvort lið.

Keflavík - Stjarnan 105:86

(29:24, 29:16, 17:24, 30:22)
Jasmine Dickey var með 35 stig í gær.

Leikurinn var jafn til að byrja með en undir lok fyrsta leikhluta sigu heimakonur fram úr gestunum og leiddu með fimm stigum (29:24).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík réði lögum og lofum í öðrum leikhluta og munurinn jókst jafnt og þétt og var orðinn að átján stigum í hálfleik (58:40).

Stjörnukonur voru sterkari í þriðja leikhluta og náðu að saxa á forskot Keflvíkinga (75:64) en Keflvíkingar mættu tvíelfdar til fjórða leikhluta og unnu að lokum sannfærandi sigur (105:86).

Keflavík: Jasmine Dickey 35/17 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 25/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 14/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 2, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Elín Bjarnadóttir 0.