Sanngjarn sigur Keflavíkur
Jasmine Dickey fór á kostum í gær þegar Keflavík vann öruggan sigur á Stjörnunni í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik og þá voru Sara Rún Hinriksdóttir og Thelma Rún Ágústsdóttir ekki síðri í leiknum.
Haukar er eftsta lið deildarinnar með átta sigra en Keflavík og Njarðvík koma þar á eftir með sjö sigra hvort lið.
Keflavík - Stjarnan 105:86
(29:24, 29:16, 17:24, 30:22)
Leikurinn var jafn til að byrja með en undir lok fyrsta leikhluta sigu heimakonur fram úr gestunum og leiddu með fimm stigum (29:24).
Keflavík réði lögum og lofum í öðrum leikhluta og munurinn jókst jafnt og þétt og var orðinn að átján stigum í hálfleik (58:40).
Stjörnukonur voru sterkari í þriðja leikhluta og náðu að saxa á forskot Keflvíkinga (75:64) en Keflvíkingar mættu tvíelfdar til fjórða leikhluta og unnu að lokum sannfærandi sigur (105:86).
Keflavík: Jasmine Dickey 35/17 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 25/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 14/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 2, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Elín Bjarnadóttir 0.