Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Benda á að Suðurnesjabær er leiðandi sveitarfélag í samstarfi sveitarfélaganna
Fimmtudagur 12. desember 2024 kl. 06:25

Benda á að Suðurnesjabær er leiðandi sveitarfélag í samstarfi sveitarfélaganna

Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum frá 8. nóvember sl. var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar á dögunum. Í erindi Vogamanna kemur fram að Bæjarráð Voga samþykkti samhljóða að óska eftir því við Suðurnesjabæ að ráðinn verði sviðsstjóri Sveitarfélagsins Voga inn í samrekstur sveitarfélaganna tveggja á sviði félagsþjónustu og fræðslumála, í samræmi við tillögur í minnisblaði. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir stöðugildi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Voga í samrekstri sveitarfélaganna í fjárhagsáætlun 2025.

Í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar segir að bæjarráð samþykki samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við Sveitarfélagið Voga um erindið, en bendir á með tilvísun í 96.gr. sveitarstjórnarlaga að Suðurnesjabær er leiðandi sveitarfélag í samstarfi sveitarfélaganna um þau málefni sem samningar milli sveitarfélaganna ná yfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024