Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur Leo hóf keppni á HM með látum
Guðmundur Leo byrjar heldur betur vel á HM. Mynd/Sundsamband Íslands á Facebook
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2024 kl. 11:05

Guðmundur Leo hóf keppni á HM með látum

Heimsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í morgun og þar átti Ísland fimm sundmenn sem syntu í fyrsta keppnishluta.

Meðal keppenda var Guðmundur Leo Rafnsson úr ÍRB sem gerði sér lítið fyrir og bætti 25 ára gamalt unglingamet í 100 metra baksundi þegar hann synti á 52,69 og varð í 40. sæti.

Gamla metið átti Örn Arnarsson 53,13 sem hann setti á EM25 árið 1999.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024