Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær ferna hjá Sveindísi Jane
Sveindís hefur ekki verið sátt við hlutverk sitt að undanförnu.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 12. desember 2024 kl. 10:59

Frábær ferna hjá Sveindísi Jane

Fyrsti Íslendingurinn til að skora fjögur mörk í leik í Meistaradeild Evrópu

Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og skoraði fjögur mörk með liði sínu Wolfsburg frá Þýskalandi, í leik í Meistaradeild Evrópu á móti Róma frá Ítalíu. Leikurinn endaði 6-1 fyrir Wolfsburg og tryggði liðið sér annað sætið í sínum riðli og fylgir Lyon frá Frakklandi í 8-liða úrslit keppninnar.

Það merkilega við þessa frammistöðu Sveindísar, hún byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á á 66. mínútu þegar staðan var 2-1. Hún var komin á blað tveimur mínútum síðar og þrjú mörk fylgdu svo í kjölfarið.

Sveindís hefur ekki verið sátt við hlutverk sitt í liðinu að undanförnu og sendi mjög skýr skilaboð til þjálfara síns með þessari frammistöðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enginn Íslendingur hafði afrekað að skora fjögur mörk í leik í Meistaradeildinni.

Hægt er að sjá mörkin í spilaranum.