Frábær ferna hjá Sveindísi Jane
Fyrsti Íslendingurinn til að skora fjögur mörk í leik í Meistaradeild Evrópu
Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og skoraði fjögur mörk með liði sínu Wolfsburg frá Þýskalandi, í leik í Meistaradeild Evrópu á móti Róma frá Ítalíu. Leikurinn endaði 6-1 fyrir Wolfsburg og tryggði liðið sér annað sætið í sínum riðli og fylgir Lyon frá Frakklandi í 8-liða úrslit keppninnar.
Það merkilega við þessa frammistöðu Sveindísar, hún byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á á 66. mínútu þegar staðan var 2-1. Hún var komin á blað tveimur mínútum síðar og þrjú mörk fylgdu svo í kjölfarið.
Sveindís hefur ekki verið sátt við hlutverk sitt í liðinu að undanförnu og sendi mjög skýr skilaboð til þjálfara síns með þessari frammistöðu.
Enginn Íslendingur hafði afrekað að skora fjögur mörk í leik í Meistaradeildinni.
Hægt er að sjá mörkin í spilaranum.