Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík sló Tindastól út úr bikarnum
Jaka Brodnik átti fínan leik með Keflvíkingum þegar þeir slógu Tindastól úr leik í bikarnum. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2024 kl. 09:32

Keflavík sló Tindastól út úr bikarnum

Keflavík vann Tindastól í gær öðru sinni á innan við viku, nú í VÍS-bikarkeppni karla í körfuknattleik. Leikurinn var harður og frekar jafn þó heimamenn hafi verið líklegri allan leikinn.

Keflavík - Tindastóll 81:70

(23:24, 27:21, 16:17, 15:8)
Ty-Shon Alexander var stigahæstur heimamanna.

Eftir öruggan sigur Keflvíkinga á Stólunum í Bónusdeildinni síðasta föstudag var vitað mál að leikurinn í gær yrði erfiðari – og það gekk eftir.

Stólarnir leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta (23:24) en heimamenn sneru leiknum sér í hag áður en fyrri hálfleikur var allur (50:45).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þótt Keflavík hefði yfirhöndina náðu þeir ekki að hrista gestina af sér og Tindastóll hélt vel í Keflavík lengi vel.

Eftir þrjá leikhluta var staðan 66:62 en heimamenn reyndust töluvert sterkari á lokametrunum og lönduðu að lokum ellefu stiga sigri (81:70).

Keflavík: Ty-Shon Alexander 19/5 fráköst, Igor Maric 16, Jaka Brodnik 14/8 fráköst, Marek Dolezaj 11/6 fráköst, Remu Emil Raitanen 8/11 fráköst, Sigurður Pétursson 5, Halldór Garðar Hermannsson 4/4 fráköst, Jarell Reischel 4/5 fráköst, Frosti Sigurðsson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Ismael Herrero Gonzalez 0, Nikola Orelj 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Blue-höllinni í gær og tók meðfylgjandi myndir.

Keflavík - Tindastóll (81:70) | VÍS-bikar karla 9. desember 2024