Heklan
Heklan

Íþróttir

Pétur þakkar Keflvíkingum og eftirlætur þeim pabbastrákana
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 5. febrúar 2025 kl. 12:12

Pétur þakkar Keflvíkingum og eftirlætur þeim pabbastrákana

Pétur Ingvarsson, fráfarandi þjálfari meistaraflokks Keflavíkur í körfuknattleik karla, þakkar körfuknattleiksdeild Keflavíkur fyrir tækifærið í færslu á stuðningsmannasíðunni Keflavík - Karfan - Stuðningsmenn á Facebook.

Þar fer Pétur fögrum orðum um samstarfið í hjartnæmri færslu:

„Ég vil fá tækifæri til þess að þakka Kkd Keflavíkur fyrir að hafa gefið mér tækifæri til þess að þjálfa karlalið félagsins og verð ég alltaf þakklátur fyrir það. Allir stjórnarmenn og sjálfboðaliðar vinna gríðarlega óeigingjarnt starf fyrir Kkd Keflavíkur sem gera ykkur að einstökum klúbb.

Mér þykir gríðarlega vænt um leikmenn og þjálfara liðsins og þar er mikið af einstökum karakterum sem hafa alltaf stigið upp á úrslitastundum og munu 100% gera það áfram. Alltaf hafa menn verið tilbúnir til þess að fórna sér til þess að ná árangri fyrir Keflavík.

Stuðningsmenn Keflavíkur hafa alvöru ástríðu fyrir leiknum og liðinu sínu. Ég þori að fullyrða að ekkert félag á Íslandi á eins öfluga stuðningsmenn, ég mun sakna ykkar. Takk fyrir að taka vel á móti mér og fjölskyldu minni, núna eigið þið pabbastrákana!!!

Ást og virðing,
Pétur Ingvarsson“

Pabbastrákarnir Sigurður og Hilmar Péturssynir.