Bein útsending frá fundi Isavia - Stóriðja í stöðugum vexti
Víkurfréttir senda beint út frá fundi Isavia á Hilton hótelinu í Reykjavík en heiti fundarins er: Keflavíkurflugvöllur - stóriðja í stöðugum vexti.
Spurt verður m.a. hvaða þýðingu uppbygging Keflavíkurflugvallar hefur til framtíðar. Ferðaþjónustan er í miklum vexti og umsvif vegna þess aukist mikið. Miðað við farþegaspá Isavia til 2040 verða til 415 ný störf að meðaltali á ári á Keflavíkurflugvelli.
PUNKTAR frá fundinum:
- Aukning farþega frá árin 2015 til 2016 er meiri en allur farþegafjöldi ársins 2009.
- Í lok árs 2016 verða um 3% af heildarfjölda starfandi á Íslandi beint tengdur starfseminni á Keflavíkurflugvelli
- Bein störf á Keflavíkurflugvelli sumarið 2016 eru 6355. Um 40% þessara starfsmanna eru flugmenn/flugfreyjur/annað.
- Sumarið 2016 höfðu fyrirtækin sem eru með starfstöðvar ríflega 3200 starfsmenn í vinnu á hverjum degi. Árið 2003 var sami starfafjöldi um 988 störf. Hér er því um þreföldun að ræða á rúmum áratug
- Ísland er orðið að flugþjóð
- Gjaldeyristekjur frá árinu 2011 til 2015 hafa nær tvöfaldast
- Fjölgun starfa á ári nemur um 400 störfum næstu árin á Keflavíkurflugvelli er svipuð og ef það myndi rísa eitt álver á ári til ársins 2040!
-Keflavíkurflugvöllur verður stærsti vinnustaður landsins árið 2018 ef farþegaspá rætist. A.m.k. 50% starfanna eru staðsett á Reykjanesi
- Fjölgun starfa næstu árin
2016-2020 verða til 876 ný störf
- Árið 2016 er framkvæmt fyrir 16 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli en til samanburðar ætlar Landsnet að verja um 20 milljörðum á næstum 3 árum í uppbyggingu dreifikerfis vegna Kröflu og Blöndu