Einar Sveinn nýr slökkviliðsstjóri í Grindavík
Einar Sveinn Jónsson hefur verið ráðinn til að gegna stöðu slökkviliðsstjóra slökkviliðs Grindavíkur. Einar er löggiltur slökkviliðsmaður og hefur einnig lokið öllum námskeiðum í eldvarnareftirliti. Hann hefur verið í hlutastarfi við slökkvilið Grindavíkur í átján ár og sem sjúkraflutningamaður í tíu ár.
Samhliða því hefur hann unnið við eldvarnir hjá Öryggismiðstöðinni í Grindavík þar sem hann hefur sérhæft sig í slökkvitækjum og uppsetningu ásamt eftirliti og viðhaldi á stórum slökkvikerfum. Áður starfaði hann við eigin rekstur, við vörustýringu og stjórnun. Einar Sveinn mun hefja störf hinn 1. desember nk.