Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fresta afgreiðslu á erindi um breytingu deiliskipulags fyrir Vallargötu 7–11
Svona sér arkitektinn fyrir sér breytingar á Vallargötu 7–11 í Keflavík.
Fimmtudagur 11. maí 2023 kl. 06:08

Fresta afgreiðslu á erindi um breytingu deiliskipulags fyrir Vallargötu 7–11

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur frestað erindi JeES arkitekta ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi Vallargötu 7–11 í Keflavík. JeES arkitektar ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins í Keflavík. Deiliskipulag var samþykkt 1. febrúar 2000 f.h. lóðarhafa Rolf Johansen & Co ehf. með uppdrætti dags. 28. apríl 2023.

Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skapa nýtt heildstætt umhverfi íbúðarhúsa í nánd við elsta hluta Reykjanesbæjar með sameiningu lóðanna Vallargötu 9, 9a og 11 fyrir samsett fjölbýlishús með bílakjallara, færa eldri hluta íbúðarhússins á Vallargötu 9 á lóðina Vallargötu 7 og styrkja Klapparstíg með göngutengingu frá Kirkjuvegi niður að Hafnargötu. Auk þess verða gerðar minniháttar breytingar á gildandi deiliskipulagi á lóðunum Kirkjuvegi 8 og Klapparstíg 11, sem felst í breytingu fyrirkomulags húsanna innan lóðar, til að skapa samræmi og heildstæða ásýnd húsbygginga innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar Vallargata 9, 9a og 11 verða sameinaðar í Vallargötu 9. Heimilt verður að byggja fjölbýlishús að hámarki tvær hæðir og ris með allt að 36 íbúðum, 45–75 m2 að stærð. Bílakjallari er undir hluta lóðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024