Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðmundur Stefán Gunnarsson maður ársins 2011 á Suðurnesjum
Fimmtudagur 19. janúar 2012 kl. 09:54

Guðmundur Stefán Gunnarsson maður ársins 2011 á Suðurnesjum

Víkurfréttir hafa útnefnt Guðmund Stefán Gunnarsson þjálfara hjá Júdódeild UMFN sem mann ársins á Suðurnesjum árið 2011. Guðmundur Stefán, sem er aðeins 35 ára, íþróttakennari og stúdent frá Kvennaskólanum og Njarðvíkingur, hefur unnið ákaflega óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Suðurnesjum frá stofnun júdódeildar UMFN snemma á árinu 2011. Guðmundur hefur með frumkvæði sínu og ótrúlegum dugnaði á stuttum tíma byggt upp júdódeild sem hefur nú þegar látið til sín taka í júdó, brasilísku Jui Jitsu og íslenskri glímu og unnið til verðlauna í öllum þessum greinum. Þrátt fyrir lítið fjármagn og takmarkaða aðstöðu telja iðkendur deildarinnar rúmlega 100 krakka og unglinga sem mæta reglulega á æfingar hjá Guðmundi og stunda íþróttina án þess að þurfa að borga neitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni hér að ofan tekur Guðmundur Stefán við viðurkenningarskjali frá Páli Ketilssyni ritstjóra Víkurfrétta.

Ítarlegt viðtal við Guðmund er í Víkurfréttum sem koma út í dag.