Flugger
Flugger

Fréttir

Hundruð gesta komnir til Reykjanesbæjar með skemmtiferðaskipi
Skipið á ytri höfninni í morgun. VF/Hilmar Bragi
Laugardagur 29. júní 2024 kl. 08:43

Hundruð gesta komnir til Reykjanesbæjar með skemmtiferðaskipi

Skemmtiferðaskipið Azamara Quest er komið á ytri höfnina í Keflavík og verið er að undirbúa flutning á farþegum skipsins í land í Keflavíkurhöfn. Ríflega 200 gestir skipsins eru á leið í skipulagðar ferðir um svæðið en búist er við því að allt að 400 gestir af skipinu komi í land til þess að skoða sig um í Reykjanesbæ og spássera um miðbæinn, reyni að finna sér afþreyingu, kíki í verslanir og á veitingastaði.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, sagðist í viðtali við Víkurfréttir í vikunni vonast til þess að fólk í þjónustu í sveitarfélaginu taki vel á móti þessum stóra hópi fólks sem verður í bænum í hálfan sólarhring.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Það geta verið fín uppgrip í stórum hópi farþega skemmtiferðaskipa, sem oft verja talsverðum fjárhæðum í hverri höfn.

Viðtalið við hafnarstjórann má lesa hér.