Flugger
Flugger

Íþróttir

Stórsigur Þróttar og Hafna – RB vann fyrsta sigurinn á tímabilinu
Jóhann Þór Arnarson skoraði tvö í stórsigri Þróttar á Ólafsfirði. Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 1. júlí 2024 kl. 09:48

Stórsigur Þróttar og Hafna – RB vann fyrsta sigurinn á tímabilinu

Þróttur vann öruggan fimm marka sigur á KF í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina en Reynismenn töpuðu sínum leik. Loks kom sigur hjá RB sem hélt til Eyja og Hafnamenn halda áfram að vinna sína leiki.

KF - Þróttur 0:5

Þróttarar gerðu góða ferð á Ólafsfjörð þar sem þeir gersigruðu heimamenn með fimm marka sigri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Jóhann Þór Arnarsson kom Þrótturum á bragðið (12’) og Haukur Darri Pálsson tvöfaldaði forystu Þróttar (20’).

Jóhann Þór var ekki hættur og setti annað í uppbótartíma fyrri hálfleiks (45’+1).

Í seinni hálfleik skoruðu þeir Eiður Baldvin Baldvinsson (66’) og Hreinn Ingi Örnólfsson (88’) sitt markið hvor og innsigluðu stórsigur hjá Þrótti.

Þróttarar eru í sjönda sæti 2. deildar með þrettán stig.


Haukar - Reynir 3:2

Ray Anthony Jónsson og lið hans eiga í vandræðum í 2. deild karla. Mynd/Helgi Þór Gunnarsson

Reynismenn hafa aðein unnið einn leik á tímabilinu í 2. deild en þeir náðu forystu á tíundu mínútu með marki Sindra Þórs Guðmundssonar.

aukar jöfnuðu á 28. mínútu en Sindri kom Reyni í forystu á nýjan leik snemma í seinni hálfleik (55’).

Það voru hins vegar heimamenn sem tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum sem þeir skoruðu með mínútu millibili (66’ og 67’).

Reynismenn sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig og þurfa að bæta í ef ekki á illa að fara.


KFS - RB 1:2

Fyrsti sigur RB í fjórðu deild kom nú um helgina þegar þeir léku við KFS á Týsvellinum í Eyjum.

Heimamenn komust yfir snemma í leiknum (4’) og leiddu í hálfleik.

Sævar Logi Jónsson jafnaði leikinn í seinni hálfleik (58’) og fimm mínútum síðar skoraði Makhtar Sangue Diop sigurmarkið (63’).

Þrátt fyrir sigur er RB enn í neðsta sæti 4. deildar með fjögur stig en Skallagrímur og KFS eru með sex stig hvort, Skallagrímur á leik til góða.

KM - Hafnir 3:12

Það tók Ægi Þór Viðarsson rúmar tuttugu mínútur að skora „hattrick“ (5’, 10’ og 23’) og Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson bætti tveimur mörkum við (26’ 39’).

KM skoraði eitt mark í fyrri hálfleik (32’) en Max William Leith bætti tveimur í sarp Hafnamanna (40’ og 44’) áður en blásið var til hálfleiks. Staðan 1:7 í hálfleik.

Reyni Aðalbjörn Ágústsson skoraði áttunda mark Hafna (49’) en Einar Sæþór Ólason minnkaði muninn fyrir heimamenn með sjálfsmarki (57’).

Þeir Gunnólfur (71’ víti og 87’) og Max (81’ og 85’) skoruðu svo tvö mörk hvor og höfðu þá báðir skorað fjögur mörk.

Stórsigur Hafna sem eru efstir í A-riðli 5. deildar með sjö sigra og eitt jafntefli, þá eru þeir með 31 mark í plús (hafa skorað 43 mörk og fengið á sig tólf).