Flugger
Flugger

Íþróttir

Suðurnesjaslagur í Lengudeild karla
Úr leik Njarðvíkur og Grindavíkur á síðasta tímabili. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 3. júlí 2024 kl. 19:59

Suðurnesjaslagur í Lengudeild karla

Það mun án efa hart mæta móti hörðu á morgun þegar Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík etja kappi í elleftu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu.

Njarðvík er í öðru sæti deildarinnar en Grindavík í því fimmta og munar sjö stigum á liðunum, Grindavík hefur þó leikið einum leik færri en Njarðvík. Með sigri á morgun getur Grindavík haldið áfram að færa sig ofar á töflunni og nálgast efstu sætin en Njarðvíkingar mega ekki við því að tapa stigi í toppbaráttunni, jafntefli kemur hvorugu liði vel svo það verður væntanlega enginn afsláttur gefinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Njarðvík og Grindavík hafa ekki mæst á knattspyrnuvellinum frá því í lok júlí á síðasta ári en þá fóru Njarðvíkingar með 4:1 sigur af hólmi – Grindvíkingar muna líklega of vel eftir þeim úrslitum og eru eflaust tilbúnir að hefna fyrir þau.

Leikurinn fer fram á Rafholtsvellinum og hefst klukkkan 19:15.