Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjá færslur sem gætu bent til þess að kvika sé að koma til yf­ir­borðs
Mynd/Jón Steinar Sæmundsson
Sunnudagur 12. nóvember 2023 kl. 22:46

Sjá færslur sem gætu bent til þess að kvika sé að koma til yf­ir­borðs

„Við erum enn þá að sjá færsl­ur sem gætu bent til þess að kvika sé að koma til yf­ir­borðs,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, sér­fræðing­ur í jarðskorpu­hreyf­ing­um hjá Veður­stofu Íslands, í samtali við mbl.is í kvöld.

Hann segir að skjálfta­virkn­in sé stöðug og hún hef­ur ekki sýnt að hún sé að grynnka. Vísindamenn bíða átekta og það get­ur svo sem brugðið til beggja vona. Sér­fræðing­ar ein­blíni á svæði norðvest­an við Grinda­vík þar sem þeir sjái mest sigdal­inn og haldi áfram að sjá færsl­ur, sem bendi til þess að kvika geti brotið sér til yf­ir­borðs. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvikan var í gærkvöldi á 800 metra dýpi og í samtali við mbl.is í kvöld sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við HÍ, að nokkrir tugir metra gætu verið í kvikuna.

Verið er að keyra módel sem byggja á gervitungla- og GPS gögnum síðan í dag.