Sjá færslur sem gætu bent til þess að kvika sé að koma til yfirborðs
„Við erum enn þá að sjá færslur sem gætu bent til þess að kvika sé að koma til yfirborðs,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is í kvöld.
Hann segir að skjálftavirknin sé stöðug og hún hefur ekki sýnt að hún sé að grynnka. Vísindamenn bíða átekta og það getur svo sem brugðið til beggja vona. Sérfræðingar einblíni á svæði norðvestan við Grindavík þar sem þeir sjái mest sigdalinn og haldi áfram að sjá færslur, sem bendi til þess að kvika geti brotið sér til yfirborðs.
Kvikan var í gærkvöldi á 800 metra dýpi og í samtali við mbl.is í kvöld sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við HÍ, að nokkrir tugir metra gætu verið í kvikuna.
Verið er að keyra módel sem byggja á gervitungla- og GPS gögnum síðan í dag.