Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðskiptaráð leggur til að Fríhöfnin verði lögð niður
Miðvikudagur 5. nóvember 2014 kl. 09:32

Viðskiptaráð leggur til að Fríhöfnin verði lögð niður

Viðskiptaráð leggur til að Fríhöfnin ehf. og komuverslanir verði lagðar niður og einkaaðilum verði alfarið látið um að að sjá um verslunarþjónustu í flugstöðinni. Einnig er farið fram á það að komuverslun verði lögð niður, eins sem tekið verði fyrir net- og símaverslanir. Viðskiptaráð telur að tilvist Fríhafnarinnar í núverandi mynd vinni gegn heilbrigðri samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn viðskiptaráðs eru sumar verslanirnar í Flugstöðinni í beinni samkeppni við smásala. Markaðshlutdeild Fríhafnarinnar er talin vera 9% í tóbaki, 32% í snyrtivörum og 35% í sælgæti. Allt að 38% verðmunur getur verið á vörukostnaði Fríhafnarinnar ehf. og annarra íslenskra smásöluaðila. Tekjur Fríhafnarinnar námu um átta milljörðum á síðasta ári, viðskiptaráð áætlar að rekja megi helming þessara tekna til komufarþega. Þannig glatist skatttekjur að verðmæti milljarði króna á hverju ári. Eins gagnrýnir viðskiptaráð harðlega að Fríhöfnin greiði ekki neysluskatta, sem auki kostnað smásala um 51% þegar kemur að snyrtivörum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024