Elvar Már í undanúrslit litháísku bikarkeppninnar
Elvar Már Friðriksson og Rytas tryggðu sig áfram í undanúrslit bikarkeppninnar í Litháen um helgina með tuttugu stiga sigri gegn Nevezis, 98:78.
Nevezis vann fyrri leik liðanna með átta stigum svo Rytas þurfti að vinna þann mun upp og að loknum venjulegum leiktíma hafði Rytas átta stiga forskot, 81:73, og því þurfi framlengingu til að knýja fram úrslit. Rytas vann framlenginguna með tólf stigum, 17:5, og er því komið áfram í undanúrslit þar sem Elvar og félagar munu mæta Jonavas en þá verður leikið á hlutlausum velli sem Elvar ætti að þekkja vel – fyrrum heimavelli hans í Siauliai.
Elvar Már átti góðan leik með Rytas en hann var með sextán stig, fjögur fráköst og fimm stoðsendingar í leiknum.