Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grunnskólamótið í glímu
Það var fríður hópur vaskra glímugarpa af Suðurnesjum sem keppti í grunnskólamótinu í glímu,
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 22. maí 2021 kl. 08:05

Grunnskólamótið í glímu

Um síðustu helgi fór Grunnskólamótið í glímu fram á Reyðarfirði. Hópur tólf vaskra Suðurnesjamanna hélt akandi af stað á föstudegi í tveimur glæsilegum bílum sem bílaleigan MyCar lánaði til að koma keppendum til og frá mótsstað. Hópurinn kom austur á Reyðarfjörð seint á föstudagskvöldi eftir skemmtilegt ferðalag.

Mótið byrjaði svo snemma á laugardeginum og var það hið glæsilegasta, um 40 keppendur frá átta skólum tóku þátt þrátt fyrir að margir kæmust ekki vegna sauðburðar og ferminga. Krakkarnir af Suðurnesjum nældu sér í verðlaun í nær öllum aldursflokkum og tveir grunnskólameistaratitlar komu í hlut Suðurnesjafólks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Glæsilegur árangur hjá Suðurnesjakrökkunum

Grunnskólameistarar urðu þau Helgi Þór Guðmundsson úr Stapaskóla, sem sigraði flokk sjöundu bekkja, og Mariam Badawy úr Grunnskóla Sandgerðis, sem sigraði sama aldursflokk en Aðalheiður María úr Myllubakkaskóla varð í því þriðja. Lena Andrejenko úr Heiðarskóla varð önnur í flokki stúlkna í fimmta bekk og Natalía Chojnacka úr Njarðvíkurskóla varð þriðja í sama flokki. David Grajewski úr Njarðvíkurskóla lenti svo í öðru sæti í flokki drengja í fimmta bekk.

Sigmundur Þengill úr Stapaskóla varð annar eftir hörkuúrslitarimmu um fyrsta sætið í flokki drengja úr sjötta bekk og í flokki stúlkna í áttunda bekk varð Rinesa Sopi úr Akurskóla önnur.

Mótið var frábært sem og ferðalagið í heild en hópurinn ferðaðist hringinn í kringum landið og keppti í mótinu á 37 klukkustundum sem má telja vel af sér vikið.

Stapaskóli: Grunnskólameistari drengja í sjöunda bekk og silfur í flokki drengja í sjötta bekk.
Grunnskóli Sandgerðis: Grunnskólameistari stúlkna í sjöunda bekk.
Njarðvíkurskóli: Silfur í flokki drengja og stúlkna úr fimmta bekk.
Myllubakkaskóli: Silfur í flokki stúlkna úr áttunda bekk og brons í flokki stúlkna úr sjöunda bekk.
Heiðarskóli: Silfur í flokki stúlkna úr fimmta bekk.