Myndir: Svipmyndir úr Sláturhúsinu
Óvíst að leikirnir gerist betri í ár
Það var mögnuð stemning og ótrúleg spenna í loftinu þegar Njarðvíkingar stálu sigri í Sláturhúsinu í kvöld. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna andrúmsloftið og tilfinningarnar sem fylgja þessum mikilvæga leik.
Myndasafn frá leiknum má sjá hér
Önnur kynslóð keppnismanna þeir Valur Orri og Logi. Feður þeirra Valur Ingimundar og Gunnar Þorvarðar voru magnaðir á sínum tíma.
Augun á Teiti Örlygs ætla nánast út úr hausnum á honum þegar hann er í kringum körfubolta.
Njarðvíkingarnir fyrrum á Keflavíkurbekknum, Magnús, Guðmundur og Ágúst.
Áhorfendur voru mikið á fótum í leiknum enda nóg að ótrúlegum augnablikum. Uppi í hægra horninu er Logi Geirsson gallharður stuðningsmaður UMFN.
Tveir reynsluboltar skeggræða málin.
Magic og Maggi í baráttu. Þeir höfðu frekar hægt um sig í kvöld.
Atkinson virkaði frekar ryðgaður og þreyttur en reyndist ansi drjúgur á lokasprettinum.
„Dómari, þetta er ásetningur!“
Keflvíkingar höfðu ærna ástæðu til að fagna í fyrri hálfleik. Bekkir beggja liða voru líflegir.
Það var nóg að gera á kústinum í kvöld enda mikil barátta.
Tilvalið fyrir Snapchat Keflvíkinga. Siggi heldur á ósýnilegum bikar, eða stýri.