Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ósigrandi Keflvíkingar
Karfan sem gerði út um leikinn. Reggie ískaldur neglir þessu niður.
Fimmtudagur 19. nóvember 2015 kl. 21:05

Ósigrandi Keflvíkingar

Unnu KR í mögnuðum körfuboltaleik

Keflvíkingar eru enn ósigraðir eftir frábæran sigur á KR í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn var hraður og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu mínútu. Lokatölur 89-81 heimamönnum í vil eftir æsilegan lokakafla. Í kringum 1000 manns fylltu TM-höllina í Keflavík og leikurinn var frábær skemmtun, engu líkara en um bikarleik væri að ræða þar sem allt var lagt í sölurnar.

Hjá Keflvíkingum var Earl Brown frábær auk þess sem Reggie Dupree sýndi enn og aftur að honum rennur ísvatn í æðum. Frábær undir pressu og hittir úr skotum sem skipta máli. Hann hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Frekari umfjöllun og myndasafn innan skamms.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði leiksins

Þvílík barátta milli Earl Brown og Michael Craion í kvöld. Þeir voru hrikalega öflugir báðir tveir.

Valur ánægður með sinn mann. Villa og karfa góð.