Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur í fyrsta heimaleik Keflvíkinga
Nýi erlendi leikmaður Keflavíkur, Porsche Landry var heit í kvöld.
Miðvikudagur 9. október 2013 kl. 20:02

Sigur í fyrsta heimaleik Keflvíkinga

Unnu Hauka 76-74

Keflvíkingar hófu leiktíðina 2013-14 í Dominos deild kvenna með góðum sigri gegn Haukum á heimavelli sínum. Lokatölur urðu 76-74 en leikurinn var afar spennandi undir lokin. Keflvíkingar hófu leikinn betur og í hálfleik leiddu heimakonur með fimm stigum. Þriðji leikhluti var ekki til að hrópa húrra fyrir hjá Keflvíkingum en honum töpuðu þær með 10 stigum. Keflvíkingar sýndu svo styrk sinn á lokasprettinum en þær unnu síðasta leikhluta með sjö stigum sem dugði til sigurs.

Porsche Landry var frábær í liði Keflvíkinga í leiknum en hún skoraði 30 stig. Hér að neðan má sjá tölfræði leiksins og myndir frá ljósmyndara VF.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Haukar 76-74 (14-18, 26-17, 14-24, 22-15)

Keflavík: Porsche Landry 30/4 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 9/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 1, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0.

Haukar: Lele Hardy 24/20 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 15/5 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Ína Salome Sturludóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundardóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.

Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir frá leiknum.

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 9 stig.

Aníta Viðarsdóttir á ferðinni.

Bríet Hinriksdóttir hefur verið að fá meiri tíma á parketinu.

Sandra Lind Þrastardóttir var drjúg fyrir Keflvíkinga.

Bryndís Guðmundsdóttir lék vel í kvöld.