Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Íþróttir

Yfirburðir í Ljónagryfjunni
Nicolas Richotti lékk á nýjan leik með Njarðvíkingum ogg skilaði ellefu stigum í hús. Mynd af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 22. október 2022 kl. 08:32

Yfirburðir í Ljónagryfjunni

Njarðvíkingar lentu ekki í neinum vandræðum með gesti sína frá Sauðárkróki í gær þegar leikið var í Ljónagryfjunnii í Subway-deild karla í körfuknattleik. Þegar upp var staðið hafði Njarðvík yfir tuttugu stiga sigur (91:68).

Njarðvík - Tindastóll 91:68

(24:20, 28:17, 29:14, 10:17)

Dedrick Basile fór á kostum og skoraði 25 stig auk þess að taka fjögur fráköst og eiga átta stoðsendingar. Hann var langatkvæðamestur í leiknum og var með 33 framlagspunkta. Næstir honum komu þeir Oddur Rúnar Kristjánsson með sautján stig og Haukur Helgi Pálsson með fimmtán stig. Nicolas Richotti sneri aftur í Ljónagryfjuna og skilaði ellefu stigum á þeim tæpu sautján mínútum sem hann spilaði.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 25/4 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 17, Haukur Helgi Pálsson 15, Nicolas Richotti 11, Lisandro Rasio 9/4 fráköst, Mario Matasovic 5/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Maciek Stanislav Baginski 3/4 fráköst, Logi Gunnarsson 2, Elías Bjarki Pálsson 0, Jan Baginski 0, Bergvin Einir Stefánsson 0.

SSS
SSS

Nánar um leikinn