Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Nær væri að reyna að sinna þeim verkefnum sem sveitarfélagið er þegar í af myndarskap“
Mánudagur 4. október 2021 kl. 09:44

„Nær væri að reyna að sinna þeim verkefnum sem sveitarfélagið er þegar í af myndarskap“

Barnvænt sveitarfélag var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga þar sem tekið var fyrir minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um málið. Erindinu vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

Fulltrúi D-listans lagði fram bókun á fundinum þar sem hann vill hverfa frá verkefninu um barnvænt sveitarfélag og að bæjaryfirvöld einbeiti sér frekar að þeim verkefnum sem það er í dag af myndarskap.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Núna eru líklega rúmlega tvö ár frá því að þáverandi tómstundafulltrúi kynnti þetta verkefni af miklum móð í nefndum og ráðum bæjarins. Við höfum alla tíð verið mjög efins um að sveitarfélagið eigi að vera að fara út í þetta verkefni og eins og staðan er núna er verkefnið enn á byrjunarreit.

Ég held að nær væri að reyna að sinna þeim verkefnum sem sveitarfélagið er þegar í af myndarskap og standa undir því að vera heilsueflandi sveitarfélag. Leikskólinn okkar er heilsueflandi leikskóli ég myndi vilja sjá grunnskólann vera það líka. Grunnskólinn er undir grænfána og ég myndi vilja sjá leikskólann undir honum líka. Það sem ég vill segja, sinnum þeim verkefnum sem við erum í vel áður en við förum að ráðast í ný verkefni með auknum tilkostnaði og takmörkuðum mannafla,“ segir í bókun fulltrúa D-listans.