Betri Vogastrætó til umfjöllunar
Nokkrar tillögur að aðgerðum til að bæta Vogastrætó voru teknar fram á síðasta fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga. Bæjarráð þakkar ábendingarnar sem eru lagðar fram og felur umhverfisdeild að óska eftir því við Strætó bs. að komið verði upp tímatöflu við Gamla pósthúsið, ásamt upplýsingaskilti um biðstöð.
Bæjarráð samþykkir að vísa til fjárhagsáætlunar beiðni um að komið verði upp biðskýli við Gamla pósthúsið, ásamt því að leitað verði samstarfs við eigendur veitingastaðarins um staðsetningu biðskýlisins. Þá felur bæjarráð umhverfisdeild að koma óskum og ábendingum og fjölgun ferða til Vegagerðarinnar, sem annast umsjón með skipulagningu almenningssamgangna í dreifbýli.