Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

Dregur úr gosóróa
VF/Ísak Finnbogason
Mánudagur 25. nóvember 2024 kl. 10:25

Dregur úr gosóróa

Frá því um kvöldmatarleytið í gær hefur dregið hægt og lítillega úr gosóróa og sýnilegri virkni gossins við Sundhnúksgígaröðina en náði síðan aftur stöðugleika um kl. 2 í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Hraunstraumurinn sem legið hefur til vesturs frá miðju gígunum hefur hægt á sér og kólnað á yfirborði. Enn má þó búast við að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborði í átt að varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið þó svo að dregið hafi töluvert úr framrás þess.

Nyrsti gígurinn er virkastur og frá honum liggur nú megin hraunstraumurinn til austurs. Syðsti gígurinn er enn virkur og sést af og til slettast kvika upp fyrir gígbarma hans.

Í dag snýst vindátt og verður breytileg svo vænta má þess að gosmengun geti dreifst um nærliggjandi svæði á suðvesturhelmingi landsins.

Sjá gasdreifingarspá: 
https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is

Viðreisn
Viðreisn