HS Orka
HS Orka

Fréttir

Nettó leggur 1.5 milljónir til góðgerðarmála
Bjarni Gíslason, Hjálparstarf Kirkjunnar, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, Sigurður Peter Hansen, rekstrarstjóri Nettó og Sandra H. Harðardóttir, Samhjálp. Fulltrúi Mæðrastyrkssnefndar gat ekki verið viðstaddur sökum anna, en fjármunum var skilað til þeirra eftir myndatöku.
Mánudagur 23. desember 2024 kl. 14:42

Nettó leggur 1.5 milljónir til góðgerðarmála

Nettó hefur úthlutað árlegum jólastyrkjum til Hjálparstarfs kirkjunnar, Samhjálpar og Mæðrastyrksnefndar að upphæð 500.000 krónur hvert. Nettó, sem tilheyra Samkaupum, starfa eftir metnaðarfullri umhverfis- og samfélagsstefnu og koma þessir styrkir til viðbótar við aðra samfélagsstyrki sem fyrirtækið veitir árlega á ólíkum sviðum.  
 
Bjarni Gíslason tók á móti styrknum fyrir hönd hjálparstarfs kirkjunnar. Sandra H. Harðardóttir tók á móti styrknum fyrir hönd Samhjálpar. Gunnur Líf Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri Verslunar- og mannauðssviðs og Sigurður Peter Hansen, Rekstrarstjóri Nettó afhentu styrkina fyrir hönd Nettó.
 
„Síðustu ár höfum við hjá Nettó styrkt það þrekvirki sem okkar mikilvægu góðgerðarfélög vinna í desember á hverju ári. Við í Nettó viljum að öll geti átt góð jól, og höfum því lagt hönd á plóg með góðgerðarfélögum sem starfa að þessu markmiði, ekki bara um jólin heldur allt árið í kring. Þessi árstími getur verið snúinn fyrir marga og þá sérstaklega fyrir fjölskyldur sem ná ekki endum saman. Við erum stolt af því að geta látið gott af okkur leiða og hvetjum önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama,“ segir Sigurður Peter Hansen rekstrarstjóri Nettó.
 
Verk­efnið er liður í um­fangs­mik­illi sam­fé­lag­stefnu Samkaupa sem reka yfir 60 versl­an­ir víðs veg­ar um landið. Rík áhersla er lögð á að styðja við nærsam­fé­lagið á hverj­um stað með fjöl­breytt­um hætti. Á hverju ári veit­ir Sam­fé­lags­sjóður Sam­kaupa styrki í mik­il­væg mál­efni sem tengj­ast æsku- og for­varn­ar­starfi, lýðheilsu-, um­hverf­is- og góðgerðastarfi. Markmið Samkaupa er að vinna markvisst að því að bæta samfélagiðm nærsamfélagið, um allt landið og á heimsvísu.
 
Um Samkaup
Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup strax.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024