Valhöll
Valhöll

Fréttir

Færa Grindavíkurveginn vestur fyrir hrauntunguna
Skjáskot úr vefmyndavél AFAR TV sem sýnir vinnu við nýja Grindavíkurveginn.
Miðvikudagur 19. júní 2024 kl. 17:42

Færa Grindavíkurveginn vestur fyrir hrauntunguna

Nú eru unnið að því að færa Grindavíkurveginn sem lagður var yfir hraunið norðan Svartsengis. Stórvirkar vinnuvélar eru að moka upp vegfyllingu sem lögð var ofan á hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg 8. febrúar og 16. mars. Þegar hraun rann í þriðja sinn yfir veginn þann 8. júní var ljóst að færa þurfti Grindavíkurveg úr þessu vegstæði.

Nú er verið að færa veginn vestur fyrir hrauntunguna sem rann fyrr í júní. Sjá má á vefmyndavél AFAR TV, sem tengt er við hér að neðan, að efnið í nýja veginn er sótt í það efni sem notað var til að byggja upp vegfyllingarnar fyrr á árinu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Nú er aðeins hægt að komast til Grindavíkur með því að aka um Suðurstrandarveg eða Nesveg. Það gerir ferðalagið til Grindavíkur mun lengra en þegar hægt er að aka um Grindavíkurveg. Stór hraunfláki rann yfir Grindavíkurveginn sunnan við Þorbjörn í gosinu 29. maí en lagður hefur verið vegur yfir það hraun. Þá hefur verið lagður vegur yfir hraunið á Nesvegi vestan við byggðina í Grindavík og yfir hraun sem rann yfir Bláalónsveginn.