Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr skipaþjónustuklasi í Njarðvík getur skapað hundruð starfa
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 20. ágúst 2020 kl. 05:41

Nýr skipaþjónustuklasi í Njarðvík getur skapað hundruð starfa

Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirbýr byggingu stórrar og yfirbyggðrar skipakvíar á starfsvæði sínu. Reykjaneshöfn í samvinnu við ríkið byggir skjólgarð

Umfangsmikil uppbygging hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík þar sem byggður yrði skipaþjónustuklasi til að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins gæti skapað 250 til 350 bein og óbein störf á næstu þremur árum. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem á frumkvæðið að málinu.

„Mörg stærri fiskiskipa flotans hér á landi hafa farið til útlanda til að fá þjónustu, viðgerðir og viðhald. Við ætlum að fjárfesta í yfirbyggðri skipakví sem gæti tekið þessi stærri skip. Það er því til mikils að vinna fyrir okkur og samfélagið á Suðurnesjum. Við teljum það ekki óraunhæft að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingarklasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250 - 350 bein og óbein störf,“ segir Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur en hún er eitt elsta fyrirtæki á Suðurnesjum og státar af 75 árum í rekstri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar er fjallað um málið í Víkurfréttum og í Suðurnesjamagasíni sem er frumsýnt fimmtudagskvöld kl. 20.30 á Hringbraut og vf.is.